adsendar-greinar Mannlíf

Svefneyingabók kom út í sumar

Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson var gefin út á liðnu sumri. Í bókinni er að finna frásagnir úr Breiðafirðinum, en höfundur hefur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mannlífið í eyjunum í aldanna rás.

Þórður fæddist sjálfur í Svefneyjum árið 1941 og bjó þar til 17 ára aldurs. Hann lýsir í bókinni bernskuárum sínum frá sjónarhóli ungs drengs. Segir hann frá búskaparháttum um miðja 20. öld, sem og ýmsum atburðum. Í bókinni koma við sögu nokkur hundruð manna sem háðu lífsbaráttu sína í eyjunum og það oft í kröppum dansi við Ægi konung. „Þrátt fyrir það bjó fólkið við betri kjör en gerðust víða um landið og oft og tíðum ríkti gleði og hamingja í hjörtum þess,“ eins og segir á kápu bókarinnar.

Svefneyingabók prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna á Breiðafirði, bátum og fjölskrúðugu fuglalífi.

Bókin fæst m.a. í Bókaverzlun Breiðafjarðar í Stykkishólmi, Upplýsingamiðstöðinni á Reykhólum, Handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi og hjá höfundi í síma 699-2400 og á gisting@gisting.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ég er kominn til Afríku!

Mér líður eins og spóa, fyrir utan að það var líklegast mun auðveldara fyrir mig að fljúga með flugvél suður... Lesa meira

Sýnum karakter!

Ungmennafélag Íslands gaf nýverið út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt, Sýnum karakter. Um er að ræða verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband... Lesa meira