
Síðastliðinn sunnudag fór fram í sal FVA á Akranesi fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Var það haldið í samstarfi við góðgerðafélagið TeamTinna og Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis. Viðtökurnar voru ævintýri líkastar. Yfir tvö hundruð mættu til að perla armbönd og voru um þúsund slík framleidd.…Lesa meira







