
Borgnesingurinn Einar Þ. Eyjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og hefur hann hafið störf. Einar þekkir vel til ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann er íþróttakennari og viðskiptafræðingur að mennt en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eins og Borgnesinga er siður æfði Einar knattspyrnu en hann hefur samhliða öðrum…Lesa meira








