
Síðastliðinn föstudag kom upp eldur í hópferðabíl í Skutulsfirði á Vestfjörðum. Allir sem í bílnum voru komust út og sluppu blessunarlega ómeiddir. Allt sem brunnið gat brann hins vegar í bílnum þannig að eftir stóð stálið bert. Það sem vakti sérstakan óhug í þessu tilfelli var sú staðreynd að bíllinn var nýkominn út úr Vestfjarðagöngum.…Lesa meira






