
Á fyrsta sólarhring nýs árs kom upp eldur í að minnsta kosti þremur ruslagámum á Vesturlandi; Borgarnesi, Ólafsvík og Grundarfirði. Í einhverjum tilfellum kom upp eldur þar sem glóð reyndist í flugeldarusli sem fólk setti í ílátin. Talsvert tjón varð á öllum þremur gámunum og einu ruslagerði að auki.Lesa meira






