Veröld

Veröld – Safn

true

Ilmur aðventu og jóla

Um daginn sat ég við kaffiborð á dvalarheimili aldraðra norður í landi. Til að fitja upp á samræðum spurði ég heimilsfólkið um ilm aðventu og jóla: Hvað er í ykkar huga ilmur af aðventu og jólum? Ég vænti þess að fólk myndi til dæmis nefna ilm af rauðum eplum eða heitu súkkulaði, hreingerningarlykt eða bökunarilm.…Lesa meira

true

Gleðilega hátíð!

Það féll snjór í nótt. Reyndar ekki mikill, en þó nægur til að hylja jörð. Við þær aðstæður ljómar jörðin og litir jólaljósanna í húsunum allt í kring magnast upp og skapa enn hátíðlegri blæ. Snemma í morgun, á þriðja sunnudegi í aðventu, rölti ég í vinnuna. Allir dagar eru vinna á þessum tíma árs.…Lesa meira

true

Iðnaðarmaður vikunnar – Járnsmiðurinn sem gengur á fjöll

Nafn? Jón Heiðarsson Starf og menntun? Verkstjóri í járnsmiðju Límtré Vírnet / Vélvirki. Hvað er uppáhalds verkfæramerkið þitt? Kraftverk. Hvað hlustar þú á í vinnunni? Mest á útvarpið og þá mest Bylgjuna. Hvaða drykk færðu þér á morgnana til að koma þér í gírinn? Kaffi. Hver er uppáhalds iðnaðarmaðurinn þinn utan þíns fyrirtækis?  Úff, mjög…Lesa meira

true

Hóflega skreytt gleður mannsins hjarta

Mjög algengt er að fólk lýsi upp hýbýli sín í aðdraganda jólahátíðarinnar og færi þannig birtu og gleði alla leið inn í hjörtu sín og sinna. Þessi siður varð til fyrir margt löngu. Byrjaði kannski með einu kertaljósi í baðstofu, síðan aðventuljósi úti í glugga en seinna gerðust menn öllu djarfari og settu upp útiljósaseríur…Lesa meira

true

Iðnaðarmaður vikunnar – Alltaf fyndið þegar píparar lenda í óvæntri sturtu

Nafn: Birkir Guðjónsson Starf og menntun: Starfa sem pípari hjá AK Pípulögnum á Akranesi, er menntaður pípulagningameistari og byggingastjóri. Af hverju lærðir þú pípulagnir? Ég ákvað það fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna við pípulagnir því mér fannst vinnan fjölbreytt og skemmtileg. Hvað hlustar þú á í vinnunni? Það er oftast Bylgjan eða K100.…Lesa meira

true

Því þjóðin á það skilið

Það má með sanni segja að úrslit alþingiskosninganna um síðustu helgi hafi verið spennandi. Fyrir fram var búist við talsverðum sviptingum milli flokka en trúlega hafa fæstir búist við að vinstrið myndi hreinlega þurrkast út af þingi. Þingflokkar Pírata og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs heyra nú sögunni til og Sósíalistaflokkurinn hlaut heldur ekki lágmarksfylgi til…Lesa meira

true

Brauð úr hveitum, söltum og vötnum

Já, þú last rétt lesandi góður. Þarna er ég búinn að færa í fleirtölu þrjú orð sem að sjálfsögðu eru eintöluorð í eðli sínu. Þetta er því ambaga af verstu gerð. Fyrirsögnin er svokölluð smellubeita, e. clickbait, þar sem hún gefur enga mynd af innihaldi greinar, en er eingöngu sett fram til þess að fleiri…Lesa meira