
Veröld
Veröld – Safn


Já, þú last rétt lesandi góður. Þarna er ég búinn að færa í fleirtölu þrjú orð sem að sjálfsögðu eru eintöluorð í eðli sínu. Þetta er því ambaga af verstu gerð. Fyrirsögnin er svokölluð smellubeita, e. clickbait, þar sem hún gefur enga mynd af innihaldi greinar, en er eingöngu sett fram til þess að fleiri…Lesa meira

Nafn: Gísli Valur Waage Starf og menntun? Múrari – Múrarameistari. Hvað er uppáhalds verkfæramerkið þitt? Makita og Sigma. Hvað hlustar þú á í vinnunni? Bækur á Storytel og ýmiskonar hlaðvörp. Hvaða drykk færðu þér á morgnana til að koma þér í gírinn? Fyrst Happy Hydrate og svo Pepsi Max strax í kjölfarið. Hver er uppáhalds…Lesa meira


Fyrir ríflega tveimur áratugum var landinu skipt niður í þau kjördæmi sem nú eru. Alls eru kjördæmin sex og ræðst afmörkun þeirra af mörkum einstakra sveitarfélaga að undanskildu því að höfuðborginni er skipt eftir Miklubrautinni í tvö. Landfræðilega nær Norðvesturkjördæmi yfir um þriðjung flatarmáls landsins og hin tvö landsbyggðarkjördæmin nánast allt sem þá stendur eftir.…Lesa meira

Nafn: Sigríður Silja Sigurjónsdóttir (alltaf kölluð Silja). Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift tveggja drengja móðir. Starfsheiti/fyrirtæki: Aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Áhugamál: Útivera, ferðalög og samvera með góðu fólki. Dagurinn: Fimmtudagurinn 7. nóvember 2024. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna alltaf 6:45-7:00, finnst stundum gott að kúra aðeins eftir…Lesa meira

Nafn: Arnþór Pálsson Fjölskylduhagir/búseta: Bý með Þóru Möggu unnustu minni og barni okkar, Ísleifi Narfa. Starfsheiti/fyrirtæki: Á og rek veitingastaðinn og sjoppuna Skúrinn í Stykkishólmi ásamt Sveini Arnari Davíðssyni. Áhugamál: Körfubolti, íþróttir og matur. Dagurinn: Mánudagur 4. nóvember Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan 07.10 og fór beint…Lesa meira


Það er öllum hollt að líta upp úr önnum dagsins af og til. Um liðna helgi fórum við hjónin í helgarferð. Þegar ferðin var keypt fyrir rúmum mánuði síðan var allt opið og alls ekki búið að ákveða kosningar. Vissulega heillaði Norðurland enda langt síðan við fórum síðast til Akureyrar. En, þegar gerður hafði verið…Lesa meira

Nafn? Lilja Hrund Jóhannsdóttir Starf og menntun? Matreiðslumeistari , eigandi Sker Restaurant. Hvaða mat eða rétt er skemmtilegast að elda? Mér finnst skemmtilegast að elda glænýjan fisk úr Breiðafirði! Hvað hlustar þú á í vinnunni? Byrja oftast daginn á podcasti áður en allir mæta. Síðan pepp tónlist þegar allir eru mættir til vinnu. Hvaða drykk…Lesa meira