
Borgnesingurinn Rúnar Gíslason er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsþáttarins Skinkuhorns. Hann starfar sem rannsóknarlögreglumaður í lögregluumdæmi Suðurnesja og fór yfir helstu þætti starfs síns í Skinkuhornsþætti vikunnar. ,,Þetta gerðist svolítið óvart. Þetta átti að vera sumarstarf en mig langaði að sækja um til að víkka sjóndeildarhringinn. Svo bara festist maður í þessu eins og gjarnan vill verða.…Lesa meira