Veröld

Veröld – Safn

true

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega, ásamt starfsmönnum Rarik, að leggja nýja heimtaug að Háafelli í Hvítársíðu. Þar er eins og allir þekkja margar geitur og þeirra á meðal þessi kiðlingur sem endilega vildi japla aðeins á borðanum sem lagður er…Lesa meira

true

Eru að endurbyggja fjórða húsið sem þau kaupa á Hellissandi

Síðastliðinn laugardag var högglistasýningin Um tröll, gyðjur og menn opnuð í porti við Salthúsið á Hellissandi, Hellisbraut 1a. Listamennirnir sem setja upp sýninguna eru Gerhard König og Lárus Sigurðsson og sýninguna opna þeir í samstarfi við eigendur Salthússins, Steingerði Jóhannsdóttur og Árna Emanúelsson. Steingerður og Árni keyptu Salthúsið fyrir rúmlega tveimur árum og hófu að…Lesa meira

true

„Núna borða ég til að lifa en lifi ekki til að borða“

– segir Sandra Björk sem hefur misst 87 kíló og líður mun betur Sandra Björk hafði verið í megrun frá því hún var barn og er búin að prófa alla kúrana í bókinni. Það var ekki fyrr en hún fór að vinna í andlegu heilsunni sem hún náði tökum á þeirri líkamlegu. „Minn endapunktur var…Lesa meira

true

Skrifa um menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni

Vefritið ÚR VÖR er rólegur fjölmiðill sem fjallar um listir, menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. Vefritinu var ýtt úr vör 15. mars 2019 og hafa síðan birst yfir 180 greinar og viðtökurnar verið mjög góðar. Tíu lausapennar skrifa fyrir vefritið auk ritstjóra og er meirihluti efnisins á íslensku en nýlega bættust tveir erlendir lausapennar…Lesa meira

true

Ungir frumkvöðlar hanna og smíða sófaborð

Vinirnir Sigurður Grétar Gunnarsson og Ólafur Ingi Ásgeirsson hafa verið að hanna og smíða smekkleg sófaborð. Þeir hafa báðir alist upp á Akranesi og verið miklir vinir eins lengi og þeir muna eftir sér. Sigurður Grétar lauk námi í vélvirkjun fyrir tveimur árum og hefur síðastliðið ár unnið hjá Skaganum 3X. Ólafur útskrifaðist úr vélvirkjun…Lesa meira

true

Elín er fyrsti kvenformaður Brákar

Á aðalfundi björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi miðvikudaginn 27. maí lét Einar Örn Einarsson af starfi formanns eftir fjögur ár. Nýr formaður sveitarinnar var kosin Elín Matthildur Kristinsdóttir en hún hefur verið varaformaður sveitarinnar síðustu þrjú ár. Elín er fyrsti kvenformaður Brákar en það er einnig kona sem tekur við af Elínu sem varaformaður, Vigdís Ósk…Lesa meira

true

Í fyrirheitna landinu – ný sýning Einars Kárasonar

Fyrirheitna landið er áttunda sýningin sem Einar Kárason kemur á á sögulofti Landnámsseturs í Borgarnesi. Frumsýningin var fyrsta sýningin eftir tilslökun á samkomubanni og því ærið tilefni til að fagna. Það þýddi að gestir voru færri en venjulega enda ekki hægt að pakka áhorfendum þétt í salinn en fyrir vikið var andrúmsloftið afslappað og heimilislegt.…Lesa meira

true

Myndasyrpa frá strandveiðilöndun á Arnarstapa

Það var rjómablíða mánudaginn 18. maí á Arnarstapa þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti á lífið hjá sjómönnum sem ýmist gera þaðan út á strandveiðar eða eru að veiða upp í kvóta. Þá voru réttar tvær vikur liðnar af strandveiðitímabili sumarsins og vel á fjórða tug báta komnir til veiða. Það er því þétt raðað í höfninni.…Lesa meira

true

Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska

Nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýverið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Einar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. krossfiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans…Lesa meira

true

„Markmiðið að hafa kjör félagsmanna eins góð og hægt er“

Örn Pálsson hefur verið framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda frá árinu 1987 og man tímana tvenna í smábátaútgerð. Skessuhorn hitti framkvæmdastjórann að máli og ræddi við hann um það sem er efst á baugi í smábátaútgerðinni. Ekki þarf að koma á óvart að þar voru umræður um strandveiðar og stöðvun grásleppuveiða áberandi, enda hvort tveggja í brennidepli…Lesa meira