adsendar-greinar Erlent

Ný hetja í glæpasagnaheiminum

„Að leikslokum“ eftir Mohlin og Nyström, er fyrsta bók í nýjum bókaflokki sem komin er út hjá MTH útgáfu á Akranesi. Siguður Þór Salvarsson íslenskaði. Hljóðbókarútgáfa, í lestri Kristjáns Franklín Magnús, er jafnframt komin á Storytel.

John Adderley er lögreglumaður sem ólst upp í Svíþjóð en starfaði sem flugumaður FBI í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann kemur upp um hring eiturlyfjasala og fær sig fluttan, í skjóli vitnaverndar, til Karlstad í Svíþjóð þar sem hann hefur störf við nýja deild lögreglunnar sem rannsakar gömul mál. Hefnd eiturlyfjabarónanna sem hann kom í fangelsi vofir yfir honum.

Bókin var valin besta frumraun nýrra höfunda þegar hún kom út 2020. Næsta bók í flokknum kemur út í júlí 2022.

-fréttatilk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Torfi F gefur út plötu

Þórarinn Torfi Finnbogason gaf út nýverið út plötu en hann er 45 ára fjölskyldufaðir frá Hvanneyri. Platan heitir Snjóarumvor og... Lesa meira