adsendar-greinar Mannlíf
Geir bóndi er einn af fáum ábúendum á Arnarstapa og lá vel á honum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við lungnabólgu í vor. „Ég var síðastur út og bara fyrstur inn. Er hálfslappur enn,“ sagði Geir. Aflinn var 600 kíló. „Ég er bara sáttur við það.“ Ljósmyndir: Alfons Finnsson.

Myndasyrpa frá strandveiðilöndun á Arnarstapa

Það var rjómablíða mánudaginn 18. maí á Arnarstapa þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti á lífið hjá sjómönnum sem ýmist gera þaðan út á strandveiðar eða eru að veiða upp í kvóta. Þá voru réttar tvær vikur liðnar af strandveiðitímabili sumarsins og vel á fjórða tug báta komnir til veiða. Það er því þétt raðað í höfninni. Menn létu almennt vel af sér enda varla annað hægt í ljósi veðurs og aðstæðna á þessum fallega stað. Nokkrir höfðu náð skammti dagsins, en ekki allir. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Sjómenn á Stapanum koma víða að, enda þekkt að stutt sé þaðan á fengsæl fiskimið og oft lygnara en norðan við nesið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir