adsendar-greinar
Kap VE lá við landfestar síðasta þriðjudag enda bræla á miðunum. Ljósm. tfk.

Meira en tvöföldun á lönduðum afla í janúar

Það hefur verið líf og fjör á höfninni í Grundarfirði að undanförnu og mikið álag á starfsmönnum. Í janúar í fyrra komu um það bil níu hundruð tonn á land í Grundarfirði en nú þegar janúarmánuður er að verða búinn stefnir í að landaður afli nái tvö þúsund tonnum sem er rúmlega helmingi meira en í fyrra. Kap VE og Brynjólfur VE hafa verið á netaveiðum og verið að fiska vel. Svo hafa heimaskipin verið að fiska vel ásamt fleiri togbátum sem hafa landað í Grundarfirði.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira