
Meira en tvöföldun á lönduðum afla í janúar
Það hefur verið líf og fjör á höfninni í Grundarfirði að undanförnu og mikið álag á starfsmönnum. Í janúar í fyrra komu um það bil níu hundruð tonn á land í Grundarfirði en nú þegar janúarmánuður er að verða búinn stefnir í að landaður afli nái tvö þúsund tonnum sem er rúmlega helmingi meira en í fyrra. Kap VE og Brynjólfur VE hafa verið á netaveiðum og verið að fiska vel. Svo hafa heimaskipin verið að fiska vel ásamt fleiri togbátum sem hafa landað í Grundarfirði.
Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.