adsendar-greinar Erlent
Guðrún Vala Elísdóttir með listaverk Litháísku barnanna í bakgrunni. Ljósm. arg.

Litháísk listaverk í Hyrnutorgi

Í Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur verið sett upp sýning á myndum sem gerðar voru af börnum í leikskólanum Panevezio Kastycio Ramanausko lopselis-darzelis í Panevezys Litháen. Guðrún Vala Elísdóttir var stödd í Litháen í lok október þar sem hún hitti Otiliju vinkonu sína, sem bjó ásamt Dariusi manni sínum í Borgarnesi um árabil. Þar hitti Guðrún Vala einnig Karolinu, systur Otiliju, sem er leikskólakennari og bað Guðrúnu Völu um að hjálpa sér við að koma listaverkum nemenda sinna á framfæri á Íslandi sem hluta af verkefni sem þau kalla „Ég get skapað“. Í verkefninu eru börnin hvött til að vinna listaverk og deila þeim því viðbrögð frá öðrum krökkum eða fullorðnum hjálpar vil að auka sjálfstraust og hefur kynnt fyrir þeim vináttu um allan heim. Því sendir leikskólinn listaverk barnanna til Íslands þar sem þau vonast til að margir sjái og njóti þeirra. Börnin bíða svo spennt eftir staðfestingu á að verkin þeirra hafi ferðast um langan veg, alla leið til Íslands.

Guðrún Vala hafði samband við Magréti Katrínu Guðnadóttur kaupfélagsstjóra og fékk leyfi til að setja upp myndirnar í Hyrnutorgi. „Ég vona að sem fleistir hafa gaman að sjá og upplifa listsköpun þessara leikskólabarna í Litháen og veit að þau verða mjög stolt yfir því að myndirnar hafi náð til Íslands. Satt að segja finnst mér myndirnar mjög fallegar hjá þeim og þær sýna okkur líka hvað við eigum margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíka menningu. Mér finnst samstarf á milli landa bæði gagnlegt og skemmtilegt, það dregur úr fordómum og opnar á marga möguleika,“ segir Guðrún Vala.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira