adsendar-greinar Mannlíf

Í gönguferð með dúkkubörnin sín

Vinkonurnar Jóhanna Nína Karlsdóttir og Heiðrún Hermannsdóttir á Akranesi eru í hópi þeirra ungu kvenna sem hafa fengið sér dúkkubörn til að sinna og hlúa að. Reglulega fara þær út að ganga með dúkkubörnin, viðra sig og þau um leið. Jóhanna á dúkkudótturina Aðalheiði Rún, sem hún kallar Heiðu. Heiðrún á hins vegar dúkkuson sem heitir Helgi Rafn. Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu nýverið þegar þær Nína og Heiðrún voru á ferðinni við skriftofu Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu... Lesa meira

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á... Lesa meira