adsendar-greinar Mannlíf

Í gönguferð með dúkkubörnin sín

Vinkonurnar Jóhanna Nína Karlsdóttir og Heiðrún Hermannsdóttir á Akranesi eru í hópi þeirra ungu kvenna sem hafa fengið sér dúkkubörn til að sinna og hlúa að. Reglulega fara þær út að ganga með dúkkubörnin, viðra sig og þau um leið. Jóhanna á dúkkudótturina Aðalheiði Rún, sem hún kallar Heiðu. Heiðrún á hins vegar dúkkuson sem heitir Helgi Rafn. Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu nýverið þegar þær Nína og Heiðrún voru á ferðinni við skriftofu Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir