adsendar-greinar Erlent
Hinrik prins ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu.

Hinrik prins er látinn

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 83 ára að aldri. Hinrik lést í svefni í Fredensborgarkastala á Norður-Sjálandi síðastliðna nótt og var Margrét Þórhildur við hlið hans þegar hann kvaddi, sem og synir þeirra, Friðrik krónprins og Jóakim.

Hinrik var fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgarkastala að eigin ósk. Hinrik hafði þá legið á spítala síðan í ársbyrjun, en ástand hans versnaði verulega síðasta föstudag. Friðrik krónprins sneri heim frá Suður-Kóreu, þar sem hann var viðstaddur Vetrarólympíuleikana, til að geta varið tíma með föður sínum síðustu daga.

Hinn franskættaði Hinrik prins fæddist í Frakklandi 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum sínum árið 2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Pálmatré í Laugardalnum

Búið er að gróðursetja fimm pálmatré í Laugardalnum í góðu skjóli við Sunnuveg í Reykjavík þar sem fylgst verður með... Lesa meira

Héraðið frumsýnt 14. ágúst

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði... Lesa meira