adsendar-greinar Erlent
Hinrik prins ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu.

Hinrik prins er látinn

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 83 ára að aldri. Hinrik lést í svefni í Fredensborgarkastala á Norður-Sjálandi síðastliðna nótt og var Margrét Þórhildur við hlið hans þegar hann kvaddi, sem og synir þeirra, Friðrik krónprins og Jóakim.

Hinrik var fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgarkastala að eigin ósk. Hinrik hafði þá legið á spítala síðan í ársbyrjun, en ástand hans versnaði verulega síðasta föstudag. Friðrik krónprins sneri heim frá Suður-Kóreu, þar sem hann var viðstaddur Vetrarólympíuleikana, til að geta varið tíma með föður sínum síðustu daga.

Hinn franskættaði Hinrik prins fæddist í Frakklandi 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum sínum árið 2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Love Island sýndir á itv2

Love Island eru þættir sem eru í gangi á sjónvarpsstöðinni itv2 í Bretlandi og njóta gríðarlegra vinsælda. Í þáttunum biður... Lesa meira

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar... Lesa meira