adsendar-greinar Erlent
Hinrik prins ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu.

Hinrik prins er látinn

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 83 ára að aldri. Hinrik lést í svefni í Fredensborgarkastala á Norður-Sjálandi síðastliðna nótt og var Margrét Þórhildur við hlið hans þegar hann kvaddi, sem og synir þeirra, Friðrik krónprins og Jóakim.

Hinrik var fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgarkastala að eigin ósk. Hinrik hafði þá legið á spítala síðan í ársbyrjun, en ástand hans versnaði verulega síðasta föstudag. Friðrik krónprins sneri heim frá Suður-Kóreu, þar sem hann var viðstaddur Vetrarólympíuleikana, til að geta varið tíma með föður sínum síðustu daga.

Hinn franskættaði Hinrik prins fæddist í Frakklandi 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum sínum árið 2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ég er kominn til Afríku!

Mér líður eins og spóa, fyrir utan að það var líklegast mun auðveldara fyrir mig að fljúga með flugvél suður... Lesa meira

Sýnum karakter!

Ungmennafélag Íslands gaf nýverið út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt, Sýnum karakter. Um er að ræða verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband... Lesa meira