adsendar-greinar Heilsa
Þorbergur Þórðarson í hléi á púttæfingu.

Hefur stundað íþróttir frá barnsaldri

Þrátt fyrir árin telji brátt 83 hjá Þorbergi Þórðarsyni á Akranesi lætur hann hvergi deigan síga þegar þátttaka í íþróttum og útivist er annars vegar. Þorbergur starfaði við húsbyggingar í áratugi en síðari ár hefur hann verið útfararstjóri og tekur enn að sér verkefni á því sviði. Hann æfir reglulega pútt með eldri borgurum í Borgarbyggð, fer í gönguferðir með hundana sína og sinnir heilsunni af kostgæfni.

„Ég byrjaði í íþróttahúsunum þegar ég var sex ára gutti. Var svo 19 ára þegar ég fór að æfa og keppa í frjálsum íþróttum með Ungmennafélagi Reykdæla og hef eiginlega stundað einhverjar íþróttir allar götur síðan. Ég þekki því vel til í búningsklefunum. Meðal annars var ég í handboltanum og meira að segja fyrir heimsmeistaramótið 1958 komst ég í úrtakshóp í landsliðinu sem senda átti til Austur Þýskalands til fyrstu keppni Íslendinga á stórmóti. Þá var hinsvegar erfiðara um vik að sækja æfingar héðan frá Akranesi og fékk ég því sökum slæglegrar mætingar á æfingar ekki að fara með á mótið. Ég hef hins vegar alla tíð æft einhverjar íþróttir og nú á efri árum hefur það einkum verið pútt, golf, ringó og boccia. Allt svona góðar heldri manna íþróttir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að heilsusamlegt líferni, sem byggist á reglulegri hreyfingu og hollu mataræði, er lykillinn að því að vera við góða heilsu þegar komið er fram á níræðisaldurinn,“ sagði Þorbergur. Á meðfylgjandi mynd nartar hann í banana í æfingahléi með pútthópi eldri borgara í Borgarbyggð sem nú æfir í kjallara Frístundamiðstöðvarinnar á Akranesi alla fimmtudagsmorgna, þar sem æfingaaðstaða félagsins í Brákarey er lokuð um tíma.

Síðastliðinn fimmtudag var 25 manna hópur púttara úr Borgarbyggð við æfingar á Akranesi undir stjórn Ingimundar Ingimundarsonar. Auk þess hefur hópurinn fengið úthlutað tímum til æfinga í Mosfellsbæ, þannig að áfram verður æft tvisvar í viku meðan aðstaðan í Brákarey er lokuð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira