Bílar
Svipmynd frá sýningunni 2015

Búist er við fjölmenni og skemmtilegri sýningu í Brákarey

Næstkomandi laugardag er komið að hinni árlegu stórsýningu Bifhjólafélagsins Raftanna og Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sýningin stendur yfir frá klukkan 13 til 17 og verður engu til sparað í sýningu á tækjum, hjólum, bílum og því sem tengist starfsemi þessara ört vaxandi félaga. Stöðugt stærra húsrými í Brákarey fer undir tómstundastarf. Þannig frumsýna Raftarnir nú í fyrsta sinn sal á annarri hæð hússins en þeir hafa komið sér fyrir ofan við bílasafnið. Þennan dag mun svo Skotfélag Vesturlands og Golfklúbbur Borgarness verða með opið hús í æfingasölum sínum sem einnig eru í sama húsi. Auk þess er von á heimsókn ýmissa hjóla- og bílaklúbba. Meðal annars munu Skuggar á Akranesi kynna starfsemi sína og þá er von á félögum úr eðalbílaklúbbum, svo sem Mustan klúbbsins og Cadillac félagsins.

Í porti milli húsa verða bílar og önnur ökutæki til sýnis, fyrirtæki verða með kynningar inni í gömlu sláturhússréttinni og á safninu verða gullmolar félagsmanna til sýnis auk þess sem rómuð vöfflusala fer þar fram. Þá mun trúbador laða fram létta tóna. Að sögn Jakobs Guðmundssonar kynningarstjóra hjá Röftunum er búið að leggja drög að góðu veðri eins og venjan er og búist við miklum mannfjölda í Brákarey.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira