Uppskriftir

Bleik jarðarberjakaka með rjómakremi

Gott er að gera sér glaðan dag og borða eitthvað sem gleður bragðlaukana, svo sem létta og sumarlega köku. Ekki spillir ef kakan er falleg að sjá, það er alltaf gaman að borða litríkan og fallegan mat. Þessi jarðarberjakaka er einmitt svoleiðis. Hún er bæði létt og bragðgóð, ásamt því að vera fallega bleik á litinn. Ein sneið á disk er eins og smá sneið af vori.

Jarðarberjakaka með rjómakremi

2,5 bollar hveiti

1 ¼ tsk. lyftiduft

¾ tsk. salt

½ tsk. matarsódi

¾ bolli smjör

1 ½ bolli sykur

2 msk. sykur

1 bolli jarðarberja sulta eða hlaup

4 egg

¾ tsk. vanilludropar

¼ tsk. rauður matarlitur

½ bolli súrmjólk

1 ¾ bolli rjómi (36% feitur)

3 bollar jarðarber

 

Aðferð: Hitið ofninn í 180° C. Setjið smjörpappír í hliðar tveggja 23 cm forma. Smyrjið formin létt með smjöri og dustið hveiti yfir (losið ykkur við umfram hveiti sem ekki festist við formið). Setjið til hliðar. Sigtið hveiti, lyftiduft, salt og matarsóda saman og setjið til hliðar. Þeytið smjör og 1,5 bolla af sykri þar til létt og ljóst. Bætið sultunni við og eggjunum, einu í einu. Skrapið niður og bætið því næst vanilludropum og matarlit út í og þeytið aftur. Setjið hrærivélina á lágan hraða og bætið þá við þriðjungi þurrefnanna í einu og súrmjólkinni á milli þar til þurrefnin eru öll komin í skálina. Skiptið deiginu jafnt á milli forma. Bakið í miðjum ofni í 20 – 30 mínútur. Hægt er að sjá hvort kakan er tilbúin með því að stinga í með prjóni, ef hann kemur hreinn út er kakan bökuð. Kælið.

Hrærið rjómann á góðum hraða, þar til hann byrjar að þykkna. Hægið þá á hraðanum og hellið restinni af sykrinum út í. Hrærið áfram þar til rjóminn myndar mjúka odda þegar þeytaranum er lyft upp. Ekki fullþeyta rjómann. Dreifið rjómablöndu á einn botn. Skreytið með jarðarberjum og mögulega örlítið meiri sultu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira