adsendar-greinar

Amlóði laumar út lögum

Huldutónlistarmaðurinn Amlóði Amlóðason reynir hvað hann getur að lífga upp á tilveruna á þessum síðustu og verstu tímum. Hann sendi nýlega frá sér nýtt lag, Shalalalalag og hefur sent frá sér fjögur lög á þessu ári. Enn er þó ýmislegt, raunar flest, á huldu um Amlóða. Hann hefur aldrei komið fram opinberlega og aldrei fests á filmu. Skessuhorn komst aðeins á snoður um tilvist hans í gegnum vin hans, sem taldi rétt að landsmenn allir fengju að njóta tónlistar hans. „Lagið hans Shalalalalag hefur verið að spila mikla rullu í aðgerðum almennilegra varna og þoka fólki í átt að betra lífi,“ segir vinur Amlóða í samtali við Skessuhorn. Alla sína tónlist gefur Amlóði út á vefnum Soundcloud.com, undir nafninu Amlóði Amlóðason. Þar má heyra nýjasta lagið hans, Shalalalalag, ásamt öðrum lögum sem hann hefur sent frá sér á árinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir