
Um liðna helgi fór meistaramót Golfklúbbs Borgarness fram. Alls voru 67 keppendur skráðir til leiks en keppendum var skipt niður í 12 flokka. Keppni hófst miðvikudaginn 3. júlí og lauk með lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamri á laugardaginn. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2024 eru Hlynur Þór Stefánsson og Margrét Katrín Guðnadóttir.Lesa meira