Íþróttir

true

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness krýndir

Um liðna helgi fór meistaramót Golfklúbbs Borgarness fram. Alls voru 67 keppendur skráðir til leiks en keppendum var skipt niður í 12 flokka. Keppni hófst miðvikudaginn 3. júlí og lauk með lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamri á laugardaginn. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2024 eru Hlynur Þór Stefánsson og Margrét Katrín Guðnadóttir.Lesa meira

true

Bjarki endaði í 23. sæti á sterku móti

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson keppti á On Tee Grand Prix í golfi um liðna helgi. Byrjað var að spila á Laholm golfvellinum, sem er rétt fyrir utan Malmö í Svíþjóð á fimmtudag. Bjarki lék fyrsta hring mótsins á 70 höggum, annan hring á 65 höggum en þann síðasta á 70 höggum. Hann endaði því samtals á…Lesa meira

true

Tapleikur Reynis í Kópavogi

Reynir frá Hellissandi mætti Smára í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Smári var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar á meðan Reynir sat í áttunda sætinu. Liðin mættust í byrjun móts en sá leikur endaði með1-1 jafntefli. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla markasúpu.…Lesa meira

true

Þrenna Ingvars Freys tryggði Víkingum öruggan sigur

Víkingur Ólafsvík er enn án taps í 2. deild karla í knattspyrnu eftir öruggan 3:1 sigur gegn Ægi frá Þorlákshöfn á Ólafsvíkurvelli í gær. Það var Ingvar Freyr Þorsteinsson sem sá um Ægi með því að skora öll mörk Víkings í leiknum. Ingvar Freyr skoraði fyrsta markið strax á 15. mínútu og þannig var staðan…Lesa meira

true

Bætti Norðurlandamet sitt í bogfimi

Patrek Hall Einarsson úr Borgarnesi, sem keppir fyrir Bogann, tók um helgina þátt á Norðurlandamótinu í bogfimi utandyra sem fram fór í Óðinsvéum í Danmörku. Hann gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil í flokki U-18 á langboga. Um leið sló hann eigið met sem hann setti á sambærilegu móti á síðasta ári.Lesa meira

true

Stórsigur Skagamanna gegn HK

Skagamenn unnu sannkallaðan stórsigur 8:0 í Bestu deild karla þegar liðið tók á móti HK á Elkem vellinum á laugardaginn. Viktor Jónsson skoraði fjögur markanna í leiknum og er nú markahæstur í Bestu deildinni með 12 mörk. Skagamenn hafa verið á góðu skriði í deildinni að undanförnu og gáfu ekkert eftir gegn HK og tónninn…Lesa meira

true

Góður útisigur Skagakvenna gegn Grindavík

Meistaraflokkur kvenna gerði góða ferð í Safamýrina á föstudagskvöldið þegar liðið vann Grindvíkinga 2:1 á Stakkavíkurvelli. Skagakonur byrjuðu leikinn mjög vel og náðu forystunni strax á 10. mínútu og var þar að verki Erla Karitas Jóhannesdóttir og leiddu þær með því marki í hálfleik. Á 56. mínútu leiksins tvöfölduðu þær forystu sína og komust í…Lesa meira

true

Víkingur enn ósigraður

Víkingur Ólafsvík er enn ósigraður í 2. deildinni, en liðið mætti Kormáki/Hvöt á miðvikudaginn. Leikurinn fór fram á Blönduósvelli og lauk með 1-1 jafntefli. Það voru gestirnir frá Ólafsvík sem náðu forystunni á 43. mínútu leiksins með marki frá Luis Romero Jorge. Þannig var staðan þar til heimamenn jöfnuðu leikinn á 78. mínútu með marki…Lesa meira

true

Tap Skallagríms gegn Tindastóli

Skallagrímur í Borgarnesi tók á móti Tindastól í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Fyrir leikinn var Tindastóll með 13 stig í fimmta sæti deildarinnar en Skallagrímur með 6 stig í áttunda sæti.  Leikurinn hófst með miklum látum. Tindastóll lék með vindinn í bakið en vindur er nokkuð algengur á Skallagrímsvelli. Tindastóll setti mikla…Lesa meira

true

Kári á toppnum eftir öruggan sigur á Augnabliki

Káramenn frá Akranesi gerðu góða ferð í Kópavoginn í gærkvöldi og lögðu þar lið Augnabliks örugglega að velli 5:2 í leik í þriðju deild karla í knattspyrnu. Marinó Hilmar Ásgeirsson kom Káramönnum á bragðið með marki strax á 15. mínútu en heimamenn í Augnabliki svöruðu snarlega fyrir sig og skoruðu næstu tvö mörk og leiddu…Lesa meira