Íþróttir
Skallagrímur reynir að nýta hornspyrnu í seinni hálfleik. Ljósm. hig

Tap Skallagríms gegn Tindastóli

Skallagrímur í Borgarnesi tók á móti Tindastól í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Fyrir leikinn var Tindastóll með 13 stig í fimmta sæti deildarinnar en Skallagrímur með 6 stig í áttunda sæti.  Leikurinn hófst með miklum látum. Tindastóll lék með vindinn í bakið en vindur er nokkuð algengur á Skallagrímsvelli. Tindastóll setti mikla pressu á Skallagrím og náðu gestirnir frá Sauðárkróki forystu strax á 11. mínútu. Eftir hornspyrnu gestanna lentu Skallagrímsmenn í vandræðum með að hreinsa boltann úr markteig sínum og hrökk boltinn til Dominic Louis Furness sem renndi honum yfir marklínuna. Leikmenn Skallagríms settu meiri kraft í leik sinn eftir það og reyndu að jafna metin en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi. Tindastóll náði góðri sókn sem endaði reyndar með aukaspyrnu á 20. mínútu. Úr aukaspyrnunni skoraði Manuel Ferriol Martínez fyrir Tindastól og staðan 0-2 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.

Tap Skallagríms gegn Tindastóli - Skessuhorn