Íþróttir

true

Þorsteinn Már tekur skóna af hillunni

Víkingur Ólafsvík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið því Þorsteinn Már Ragnarsson hefur samþykkt að taka skóna af hillunni, fá félagaskipti yfir í Víking Ólafvík og vera liðinu innan handar í sumar. Fram kemur á FB síðu félagsins að sökum vinnu mun Þorsteinn ekki ná að helga sig knattspyrnunni að fullu en engu að síður…Lesa meira

true

Hamar hafði betur á móti Skallagrími í hörkueinvígi

Það var troðfull stúka og mikil stemning í Frystikistunni í Hveragerði í gærkvöldi þegar lið Hamars og Skallagríms áttust við í úrslitaleik um sæti í Subway deildinni í körfuknattleik karla á næsta tímabili. Næstum 500 stuðningsmenn voru mættir til að styðja sín lið og létu vel í sér heyra allan leikinn og miklu meira en…Lesa meira

true

Sundmeistarar krýndir að móti loknu

Akranesmeistaramótið í sundi fór fram á Jaðarsbökkum föstudaginn 21. apríl í sól og blíðu, eins og oft áður á sundmótum á Skaganum. Mörg frábær sund voru hjá keppendum. 26 sundmenn, 11 ára og eldri, tóku þátt og var mótið mjög vel heppnað. Eftir mót var verðlaunaafhending og pizzuveisla í boði Galito og vill Sundfélag Akraness…Lesa meira

true

ÍA stóð sig vel á Íslandsmóti unglinga í badminton

Keppendur frá Badmintonfélagi Akraness stóðu sig vel á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór helgina 15. og 16. apríl í TBR húsinu í Reykjavík. Alls tóku 160 keppendur þátt og fjöldi leikja var 288. Mikið var um spennandi leiki og fjöldi áhorfenda mætti til að horfa á frábært badminton. Davíð Logi Atlason frá ÍA…Lesa meira

true

Skallagrímur tryggði sér oddaleik

Framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í Subway deildinni í körfuknattleik karla eftir að Skallagrímur bar sigurorð af Hamri í fjórðu viðureign liðanna í gær. Bæði hafa þau unnið á sínum heimavöllum. Úrslit í leiknum í gær, sem spilaður var í Fjósinu í Borgarnesi, urðu 91-79 heimamönnum í vil. Oddaleikurinn um sæti í Subway deildinni…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði og er kominn upp við vegg

Hamar og Skallagrímur mættust í þriðja leik í úrslitaeinvíginu um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik á miðvikudagskvöldið og var leikurinn í Frystiklefanum í Hveragerði. Staðan var jöfn 1-1 eftir fyrstu tvo leikina og ljóst að liðið sem myndi ná sigri í þessum leik væri kominn vel ofan á í þessu hörku einvígi. Það…Lesa meira

true

ÍA og Kári úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagamenn mættu Keflvíkingum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu síðasta miðvikudag og fór leikurinn fram í miklu roki á gervigrasvellinum við Nettóhöllina í Reykjanesbæ. Skagamenn byrjuðu betur og áttu skot í stöng eftir aukaspyrnu strax á annarri mínútu og Gísli Laxdal Unnarsson átti síðan skot í slána á 20. mínútu en markalaust í hálfleik.…Lesa meira

true

Nýr leikmaður til ÍA – Skagamenn hefja leik í Mjólkurbikarnum í kvöld

Skagamenn hafa fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Lengjudeildinni í knattspyrnu í sumar. Svíinn Pontus Lindgren er hafsent sem kemur að láni frá KR út þetta tímabil. Pontus var áður hjá Íslendingaliðinu Norrköping í Svíþjóð en þar hafa nokkrir leikmenn ÍA komið við sögu og Arnór Sigurðsson leikur með félaginu um þessar mundir. Pontus er 22…Lesa meira

true

Komu heim með 22 verðlaunapeninga

Ellefu sundmenn frá Sundfélagi Akraness, 10-15 ára, tóku þátt í Ármannsmótinu sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Sundfólkið átti mörg góð sund með góðum bætingum. Þetta var fyrsta keppnin í 25m laug þetta árið. Bætingar voru mjög góðar og uppskeran var 50 bætingar í 58 sundum. Tveir sundmenn nældu sér í lágmörk á AMI:…Lesa meira

true

Loks sigur hjá Skallagrími í Lengjubikarnum

Hamar og Skallagrímur mættust í lokaleik í riðli 4 í C deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Domusnovavellinum í Breiðholti. Skallagrímur var án sigurs í riðlinum á meðan Hamar hafði unnið einn leik. Heimamenn komust yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki Sigurðar Ísaks Ævarssonar en þremur mínútum fyrir hálfleik…Lesa meira