
Skallagrímur tryggði sér oddaleik
Framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í Subway deildinni í körfuknattleik karla eftir að Skallagrímur bar sigurorð af Hamri í fjórðu viðureign liðanna í gær. Bæði hafa þau unnið á sínum heimavöllum. Úrslit í leiknum í gær, sem spilaður var í Fjósinu í Borgarnesi, urðu 91-79 heimamönnum í vil.
Oddaleikurinn um sæti í Subway deildinni í haust verður spilaður í Hveragerði annað kvöld, mánudaginn 24. apríl, og hefst klukkan 19:15.
Efla og Límtré Vírnet hafa tekið að sér að kosta ferð fyrir stuðningsfólk Skallagríms í blómabæinn. Markmiðið er að fylla a.m.k. tvær rútur, að því að fram kemur á FB síðu félagsins. „Skráning í rútu er í gegnum skilaboð á facebook og á karfa@skallagrimur.is Miðasala er hafin á appinu Stubbur (ath. að leikurinn er skráður þar á þriðjudaginn 25. apríl, en hann er mánudaginn 24. apríl). Frítt er fyrir grunnskólabörn á leikinn. Börn fædd 2007 og yngri þurfta að vera í fylgd með fullorðnum!“