
Björgvin Hafþór á vítalínunni í leiknum. Ljósm. sþ
Hamar hafði betur á móti Skallagrími í hörkueinvígi
Það var troðfull stúka og mikil stemning í Frystikistunni í Hveragerði í gærkvöldi þegar lið Hamars og Skallagríms áttust við í úrslitaleik um sæti í Subway deildinni í körfuknattleik karla á næsta tímabili. Næstum 500 stuðningsmenn voru mættir til að styðja sín lið og létu vel í sér heyra allan leikinn og miklu meira en það.