Íþróttir
Stuð og stemning á pöllunum í Borgarnesi, engum blöðum um það að fletta! Nú stendur til að fjölmenna í Hveragerði enda um hreinan úrslitaleik að ræða um sæti í bestu deildinni.

Skallagrímur tapaði og er kominn upp við vegg

Hamar og Skallagrímur mættust í þriðja leik í úrslitaeinvíginu um sæti í Subway deild karla í körfuknattleik á miðvikudagskvöldið og var leikurinn í Frystiklefanum í Hveragerði. Staðan var jöfn 1-1 eftir fyrstu tvo leikina og ljóst að liðið sem myndi ná sigri í þessum leik væri kominn vel ofan á í þessu hörku einvígi. Það var mikið fjör og mikið skorað í fyrsta leikhluta, þó hittnin væri kannski ekki alveg til fyrirmyndar þá máttu liðin eiga það að þau létu vaða á körfuna í tíma og ótíma. Eftir um rúman fimm mínútna leik var Hamar einu stigi yfir, 18:17, og við lok fyrsta leikhluta höfðu heimamenn fimm stiga forskot, 30:25. Hamar skoraði síðan átta fyrstu stigin í öðrum leikhluta en gestirnir vildu ekki vera minni menn og svöruðu með tíu stigum beint í andlitið á heimamönnum, staðan 38:35 fyrir liði Hamars. En heimamenn skelltu þá í níu stig í röð án nokkurs svars frá Sköllunum og ótrúlegar sveiflur í gangi í ótrúlegum öðrum leikhluta, staðan 47:35. Fram að hálfleik var aðeins rólegra yfir mönnum og Hamar fór inn í leikhléið með fimm stigum meira í farteskinu, staðan 51:46 og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik.

Skallagrímur tapaði og er kominn upp við vegg - Skessuhorn