Íþróttir

true

Kári tapaði á móti Augnabliki

Kári og Augnablik léku á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir á 37. mínútu þegar Tumi Fannar Gunnarsson fékk boltann í vítateignum, hann sólaði tvo leikmenn Kára og lagði boltann í markið framhjá markmanni Kára. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en…Lesa meira

true

Skagamenn byrjuðu Lengjudeildina með tapi

ÍA og Grindavík áttust við í 1. umferð Lengjudeildar karla á föstudaginn og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Gestirnir komust yfir strax á fjórðu mínútu eftir sofandahátt í varnarleik heimamanna þegar hár bolti skoppaði inn fyrir vörn ÍA þar sem sóknarmaðurinn Dagur Ingi Hammer Gunnarsson var mættur og náði að skalla boltann. Árni Marinó Einarsson…Lesa meira

true

Björn Axel með þrennu fyrir Víking í fyrsta leik

Víkingur Ólafsvík og Dalvík/Reynir mættust í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Eina mark fyrri hálfleiks kom á 36. mínútu þegar Björn Axel Guðjónsson kom heimamönnum yfir í leiknum og þannig var staðan í hálfleik. Sjö mínútum eftir hálfleikshléið var Björn Axel aftur á ferðinni og kom…Lesa meira

true

Skúli á Simba sigurvegari í Sindratorfærunni

Sindratorfæran fór fram á Hellu síðastliðinn laugardag og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Framan af leiddi Íslandsmeistarinn Haukur Viðar Einarsson á Heklu en eftir að bilanir fóru að segja til sín þá komst Skúli Kristjánsson á Simba fljótt upp í fyrsta sætið og hélt því út keppnina og endaði því sem sigurvegari. Geir Evert…Lesa meira

true

Vestlendingar hlutskarpir á garpamóti í sundi

Opna Íslandsmeistaramótið í garpasundi fór fram dagana 5.-6. maí sl. í Sundlaug Kópavogs. Vel á annað hundrað keppendur 25 ára og eldri skráðu sig til leiks frá ellefu félögum. Bæði Sundfélag Akraness og Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi áttu fulltrúa á mótinu, og er óhætt að segja að Vestlendingarnir hafi náð glæsilegum árangri með samtals 28…Lesa meira

true

Skallagrímur Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna

Um síðustu helgi fór fram fjórða og síðasta umferðin í minnibolta 10 ára stúlkna á Íslandsmótinu í körfuknattleik og var leikið á Flúðum. Lið Skallagríms úr Borgarnesi gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Grindavík í úrslitaleik A riðils. Í fyrstu umferð mótsins vann Skallagrímur lið Þórs Þ./Hamars 16:14 í hörkuleik,…Lesa meira

true

Skagakonur með stórsigur í fyrsta leik

ÍA og Sindri mættust í fyrstu umferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu í hádeginu í gær og var leikurinn í Akraneshöllinni. Skagakonur komust yfir eftir rúman hálftíma leik þegar Erla Karitas Jóhannesdóttir fékk boltann í teignum og átti gott skot sem endaði í markinu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan 1-0…Lesa meira

true

Skagakonur úr leik í Mjólkurbikarnum

ÍA tók á móti Gróttu í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Vel var mætt og góð stemning í höllinni. Ein deild er á milli liðanna á Íslandsmótinu en Grótta leikur í Lengjudeildinni á þessu tímabili á meðan ÍA spilar í þeirri annarri. Munurinn kom fljótlega í ljós…Lesa meira

true

Björn Bergmann semur við ÍA

Skagamenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni í sumar. Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson sem er 32 ára hefur samið við uppeldisfélag sitt og mun spila með ÍA í sumar eftir að hafa spilað erlendis sem atvinnumaður síðustu fimmtán ár. Björn Bergmann hóf atvinnuferil sinn sautján ára gamall árið 2008 þegar hann samdi…Lesa meira

true

Alfreð Hjaltalín kominn heim í Ólafsvík

Knattspyrnumaðurinn Alfreð Már Hjaltalín hefur samþykkt að fá félagaskipti heim í Víking Ólafsvík og vera liðinu innan handar í sumar. Þetta kemur fram á FB síðu félagsins. Alfreð mun ekki geta helgað sig boltanum að fullu í sumar en ljóst að reynsla hans og gæði munu nýtast liðinu í sumar. Alfreð er fæddur árið 1994…Lesa meira