Íþróttir

true

Frábær árangur UMFG í Neskaupstað

Helgina 12. til 14. maí lögðu kátir krakkar land undir fót og fóru akandi alla leið í Neskaupstað frá Grundarfirði. Eftir rúmlega ellefu tíma rútuferð var komið til Norðfjarðar á föstudagskvöldi. Daginn eftir hófst seinni hluti Íslandsmótsins í blaki 10 til 14 ára. Alls voru 14 krakkar, tveir fararstjórar og einn þjálfari ásamt bílstjóra sem…Lesa meira

true

Kepptu með unglingalandsliðinu í sundi

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon frá Sundfélagi Akraness kepptu með unglingalandsliði Íslands á Taastrup Open í Danmörku um liðna helgi. Bæði unnu þau til bronsverðlauna í 50 metra skriðsundi á mótinu og í 50m bringusundi hafnaði Kristján í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun. Þau voru einnig hluti af blandaðri boðsundssveit sem vann til bronsverðlauna…Lesa meira

true

Tvö rauð spjöld í leik ÍH og Kára

ÍH og Kári léku á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn innan dyra í knattspyrnuhöllinni Skessunni í Hafnarfirði. Kári komst yfir strax á annarri mínútu þegar Nikulás Ísar Bjarkason skoraði fyrir gestina. Káramenn voru mun betri í fyrri hálfleik og óheppnir að bæta ekki við öðru marki. Undir lok fyrri hálfleiks…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Skagakonum á móti Haukum

ÍA og Haukar áttust við í 2. deild kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Heimakonur komust yfir á 13. mínútu þegar Sunna Rán Sigurðardóttir átti skot í þverslá Hauka, framherjinn Samira Suleman fylgdi eftir skotinu og kom ÍA í 1-0 forystu. Tíu mínútum fyrir hálfleik jafnaði Viktoría Jóhannsdóttir metin fyrir gestina…Lesa meira

true

Yngsta sundfólkið tók þátt í fjölmennu móti

Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram í Keflavík um helgina. 26 sundmenn frá Sundfélagi Akraness á aldrinum 8-15 ára tóku þátt í fjölmennu móti sem alls 429 tóku þátt í. Á föstudaginn voru það 8 ára sundmenn sem stungu sér til sunds í fyrsta skipti á sundmóti í 25 metra laug. Þau stóðu sig mjög…Lesa meira

true

Skallagrímur með tap í fyrsta leik

Fyrsta umferð fjórðu deildar karla í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og daginn eftir mættust í Hveragerði lið Hamars og Skallagríms á Grýluvelli í markaleik. Guido Rances kom heimamönnum í forystu strax á fjórðu mínútu en Maximiliano Ciarniello kom Skallagrími á blað tæpum tíu mínútum síðar. Sölvi Snorrason kom síðan gestunum úr Borgarnesi yfir eftir rúman…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík náði jafntefli fyrir austan

Höttur/Huginn og Víkingur Ólafsvík mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Fellavelli á Egilsstöðum. Það er óhætt að segja að það hafi ekki rignt inn mörkum í leik liðanna um helgina því niðurstaðan var markalaust jafntefli. Fyrri hálfleikur var að sögn tíðindamanna nokkuð jafn en í seinni hálfleik voru…Lesa meira

true

Vestri og ÍA gerðu jafntefli í Lengjudeildinni

Skagamenn gerðu sér ferð vestur á Ísafjörð í Lengjudeild karla í knattspyrnu á laugardaginn þar sem þeir mættu liði Vestra á Olísvellinum. Fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks kom ekki fyrr en á 44. mínútu þegar Johannes Björn Vall átti fína fyrirgjöf af vinstri kanti beint á kollinn á Viktori Jónssyni sem skallaði boltann smekklega…Lesa meira

true

Skákveisla í boði Taflfélagsins í Snæfellsbæ

Á laugardaginn hélt Taflfélag Snæfellsbæjar minningarmót í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík um þá Hrafn Jökulsson, rithöfund og áhrifamann í skáksögu Íslands, og Ottó Árnason ljóðskáld sem stofnaði á sínum tíma Taflfélag Ólafsvíkur. Mótið hófst klukkan 13 eftir hádegi og kepptar voru átta umferðir eftir Monradformi í átta flokkum. Veglegt verðlaunafé var í opnum flokki þar…Lesa meira

true

Fótboltamótin komin á fullt

Snæfellsnessamstarfið sendi nokkur lið á nýafstaðið Cheeriosmót Víkings í Reykjavík sem fram fór um helgina. Frábært veður var um helgina og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Stórglæsileg tilþrif sáust í Fossvoginum en sjötti, sjöundi og áttundi flokkur karla og kvenna öttu kappi um helgina.Lesa meira