
Skákveisla í boði Taflfélagsins í Snæfellsbæ
Á laugardaginn hélt Taflfélag Snæfellsbæjar minningarmót í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík um þá Hrafn Jökulsson, rithöfund og áhrifamann í skáksögu Íslands, og Ottó Árnason ljóðskáld sem stofnaði á sínum tíma Taflfélag Ólafsvíkur. Mótið hófst klukkan 13 eftir hádegi og kepptar voru átta umferðir eftir Monradformi í átta flokkum. Veglegt verðlaunafé var í opnum flokki þar sem fyrstu verðlaunin voru tvö hundruð þúsund krónur, fyrir annað sætið hundrað þúsund og þriðja sætið gaf 70 þúsund. Í öðrum flokkum var bikar og 20 þúsund krónur í verðlaun. Í opnum flokki var sigurvegari stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson frá Taflfélagi Garðabæjar með sjö og hálfan vinning, hinn tvítugi og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Vignir Vatnar Stefánsson úr Breiðabliki, var í öðru sæti með sjö vinninga og hinn gamalreyndi Helgi Ólafsson frá TG endaði í þriðja sæti með sex og hálfan vinning.