Íþróttir

true

Vann til gullverðlauna í keilu

Jóhanna Nína Karlsdóttir úr ÍA gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í A-flokki kvenna á fyrstu Íslandsleikum Special Olympics í keilu, en mótið fór fram í Egilshöll dagana 23. og 24. maí. Keppendur á mótinu voru 36. Þar af voru 33 úr Ösp, tveir úr ÍR auk Jóhönnu Nínu frá ÍA. Jóhanna Nína…Lesa meira

true

Opin gæðingakeppni Harðar og Dreyra

Um síðustu helgi héldu hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Dreyri á Akranesi sameiginlega opna gæðingakeppni. Fór hún fram á glæsilegu félagssvæði Harðar. Skráning var góð miðað við slæma veðurspá en knapar og hestar létu það ekki á sig fá. Á laugardeginum var forkeppni í flokkum riðin auk 100 m flugskeiðs, P2. Á sunnudeginum voru síðan…Lesa meira

true

Skagamenn enn í leit að fyrsta sigrinum

ÍA og Afturelding áttust við í þriðju umferð í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram við frekar erfiðar aðstæður á Akranesvelli. Skagamenn byrjuðu af krafti í leiknum, pressuðu hátt upp völlinn en gekk illa að skapa sér færi í rokinu. Smátt og smátt komust leikmenn Aftureldingar inn í leikinn og þeir komust…Lesa meira

true

Markaleikur hjá Reyni og Álafossi

Reynir Hellissandi og Álafoss úr Mosfellsbæ áttust við í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Það er óhætt að segja að það hafi fossað inn mörkum fyrsta klukkutímann því þá var staðan 0-4 fyrir Álafossi og Alexander Aron Davorsson kominn með þrennu fyrir gestina. Aron Gauti Kristjánsson…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir KFK í rokinu

Skallagrímur lék sinn fyrsta heimaleik í sumar á föstudagskvöldið í 4. deild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti liði KFK á Skallagrímsvelli. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu betur í leiknum og komust yfir á 23. mínútu þegar Andri Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins. Fimm mínútum síðar varð Hlöðver Már Pétursson leikmaður Skallagríms fyrir því…Lesa meira

true

Kári tapaði fyrir Víði í spjaldaleik

Kári og Víðir Garði mættust á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma leik þegar þeir fengu sitt fyrsta færi í leiknum. Daniel Fidalgo skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir misheppnaðan skalla samherja hans sem endaði á kollinum á Daniel. Undir…Lesa meira

true

Gott gengi lyftingafólks í Kraftlyftingafélagi Akraness

Lyftingafólk úr Kraftlyftingafélagi Akraness hefur á nýliðnum mótum krækt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla. Frá því er greint á FB síðu félagsins að í apríl tók Halla Rún Friðriksdóttir þátt í Íslandsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu og sigraði þar í -84 kg flokki kvenna í Master 2 og setti einnig tvö Íslandsmet í flokknum. Hennar lyftur voru…Lesa meira

true

Víkingur vann góðan sigur á Völsungi

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Völsungs í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Heimamenn komust yfir á 22. mínútu með marki frá Anel Crnac en Skagamaðurinn Sigurður Hrannar Þorsteinsson jafnaði metin fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1. Fyrirliðinn Arnór Siggeirsson kom Víkingi aftur…Lesa meira

true

Tók þátt í einu sterkasta sundmóti Evrópu

Einar Margeir Ágústsson frá Sundfélagi Akraness keppti með A-landslið Íslands á Mare Norstrum mótaröðinni sem fram fór í Barcelona dagana 17-18. maí sl. Þar stóð hann sig með ágætum. Ísland sendi sjö fulltrúa á mótið sem er eitt af sterkustu mótum sem haldið er í Evrópu. Þar tóku þátt sundmenn frá 46 löndum og öllum…Lesa meira

true

Keith Jordan Jr. og Cheah Rael valin bestu erlendu leikmenn ársins

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, stóð fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir í karla- og kvennaflokki eftir hádegi í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Í fyrstu deild karla var Dúi Þór Jónsson úr Álftanesi kosinn leikmaður ársins, Keith Jordan Jr. úr Skallagrími besti erlendi leikmaðurinn og…Lesa meira