Íþróttir

true

Snæfell fer upp í Subway deildina

Kvennalið Snæfells úr Stykkishólmi, sem lék í 1. deildinni á síðasta tímabili, mun fylgja Stjörnunni og Þór Akureyri upp í Subway deildina fyrir komandi tímabil. Vegna fjölgunar í Subway deildinni var vitað að Þór og Stjarnan færu upp um deild þar sem þau léku til úrslita í fyrstu deildinni á nýliðnu tímabili. Nú hefur Snæfelli…Lesa meira

true

Skallagrímur náði í sín fyrstu þrjú stig

Skallagrímur tók á móti liði Uppsveita í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Fyrir leik voru heimamenn með eitt stig eftir þrjá leiki en gestirnir frá Flúðum án stiga í neðsta sætinu. Mikill vindur var í Nesinu á meðan á leiknum stóð og spiluðu heimamenn með vindi…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu í þokunni á móti Fjölni

ÍA og Fjölnir mættust í 5. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Akranesvelli við frekar erfið skilyrði. Mikil þoka var í fyrri hálfleik og setti mark sitt á leikinn. Fjölnismenn fundu betur fjölina sína í fyrri hálfleik og komust yfir strax á 10. mínútu. Eftir hornspyrnu barst boltinn út hægra…Lesa meira

true

Skagakonur með sterkan sigur á ÍR

ÍA og ÍR áttust við í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fyrir leik voru bæði lið með tíu stig eftir fjóra leiki og taplaus og því um alvöru toppslag að ræða. Leikurinn fór fjörlega af stað, bæði lið voru að reyna að finna taktinn og skapa sér færi.…Lesa meira

true

Akranesleikarnir í sundi um næstu helgi

Met þátttaka er á Akranesleikana í sundi sem fara fram í Jaðarsbakkalaug um næstu helgi. 380 keppendur frá tólf félögum eru skráðir til leiks. „Fjörið hefst föstudaginn 2. júní klukkan 16:30 og stendur yfir alla helgina. Á laugardag og sunnudag verðir keppt frá klukkan 09.00. Starfrækt verður sjoppa í Hátíðarsal meðan á móti stendur og…Lesa meira

true

Svekkjandi tap hjá Reynismönnum

Reynir Hellissandi tók á móti liði Harðar frá Ísafirði í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en í þeim seinni fóru hlutirnir að gerast. Carlos Casanovas Ruiz skoraði fyrir Reyni eftir tveggja mínútna leik úr vítaspyrnu og skömmu síðar skoraði Daníel Agnar…Lesa meira

true

Skallagrímur kominn á blað

Tindastóll og Skallagrímur mættust í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Sauðárkróksvelli. Skallagrímur hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en Tindastóll var með einn sigur og eitt tap. Arnar Ólafsson kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik en tíu mínútum síðar náði Maximiliano Cuarniello að jafna metin fyrir gestina.…Lesa meira

true

Skagamenn náðu í sinn fyrsta sigur

Leiknir Reykjavík og ÍA áttust við í miklum rok- og rigningarleik í Lengjudeild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Domusnova vellinum í Breiðholti. Skagamenn byrjuðu vel og komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Steinar Þorsteinsson átti stungusendingu inn fyrir vörn Leiknismanna og Gísli Laxdal Unnarsson kláraði færið vel. Í kjölfarið sóttu…Lesa meira

true

ÍR valtaði yfir Víking Ólafsvík

Það er óhætt að segja að leikmenn Víkings Ólafsvík hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureign sinni gegn liði ÍR í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið, en leikurinn fór fram í Breiðholtinu. Bæði lið höfðu farið vel af stað í deildinni, voru með sjö stig og þar með enn ósigruð. Heimamenn herjuðu á…Lesa meira

true

Eldri borgarar slitu vetrarstarfinu með glæsibrag

Í vetur hefur verið mikið og skemmtilegt starf í Líkamsræktinni í Grundarfirði þar sem þær Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnarsdóttir halda utan um heilsueflingu 60 plús. Mikill fjöldi hefur sótt æfingar og hreyfingu og er þetta orðið ómissandi hluti af daglegu lífi eldri Grundfirðinga. Fimmtudaginn 25. maí var svo starfinu slitið með íþróttakeppni. Keppt var…Lesa meira