
Efstu hross í A-flokki og knapar þeirra með verðlaun.
Opin gæðingakeppni Harðar og Dreyra
Um síðustu helgi héldu hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Dreyri á Akranesi sameiginlega opna gæðingakeppni. Fór hún fram á glæsilegu félagssvæði Harðar. Skráning var góð miðað við slæma veðurspá en knapar og hestar létu það ekki á sig fá. Á laugardeginum var forkeppni í flokkum riðin auk 100 m flugskeiðs, P2. Á sunnudeginum voru síðan úrslit í öllum flokkum.