
Glatt á hjalla. Ljósm. SA
Yngsta sundfólkið tók þátt í fjölmennu móti
Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram í Keflavík um helgina. 26 sundmenn frá Sundfélagi Akraness á aldrinum 8-15 ára tóku þátt í fjölmennu móti sem alls 429 tóku þátt í. Á föstudaginn voru það 8 ára sundmenn sem stungu sér til sunds í fyrsta skipti á sundmóti í 25 metra laug. Þau stóðu sig mjög vel og syntu mjög flott sund. Greinilega búin að æfa tæknina vel í vetur. Á laugardaginn kepptu yngri í 25m laug, meðan eldri kepptu í 50m laug.