Íþróttir
Glatt á hjalla hjá keppendum SA. Ljósm. aðsendar.

Vestlendingar hlutskarpir á garpamóti í sundi

Opna Íslandsmeistaramótið í garpasundi fór fram dagana 5.-6. maí sl. í Sundlaug Kópavogs. Vel á annað hundrað keppendur 25 ára og eldri skráðu sig til leiks frá ellefu félögum. Bæði Sundfélag Akraness og Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi áttu fulltrúa á mótinu, og er óhætt að segja að Vestlendingarnir hafi náð glæsilegum árangri með samtals 28 gullverðlaun.

Vestlendingar hlutskarpir á garpamóti í sundi - Skessuhorn