Fréttir

true

Fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng næstu þrjár nætur

Unnið verður í Hvalfjarðargöngum dagana 2. 3. og 4. júní nk. frá klukkan 21:00 – 06:00. „Ökumenn eru hvatir til að aka varlega og sýna aðgát á vinnusvæði. Fylgdarakstur verður á meðan vinnu stendur,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.Lesa meira

true

Seldu dót til styrktar RKÍ

Vinkonurnar Sara Björk Káradóttir og Málfríður Hekla Magnúsdóttir, sem báðar eru sjö ára Skagastúlkur, tóku sig til í liðinni viku og seldu ýmislegt dótarí sem þær voru hættar að nota. Gengu þær í hús í nokkrum götum í heimabæ sínum. Viðbrögðin voru afar jákvæð og uppskáru þær 8.250 krónur sem þær ákváðu að færa Rauða…Lesa meira

true

Viðvaranir fyrir Vesturland taka gildi á þriðjudagsmorgun

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir vegna yfirvofandi norðanstorms og hríðarveðurs á morgun og þriðjudag. Gular viðvaranir taka fyrst gildi á miðhálendinu og á Norður,- Austur- og Suðausturlandi eftir því sem líður á morgundaginn. Gul viðvörun fyrir Vesturland tekur gildi kl. 6 að morgni þriðjudags. Öllu verra veðri er spáð fyrir norðan og austan, þar sem viðvaranir…Lesa meira

true

UMSB grípur inn í deilur í hestamannafélaginu

Nú í vor kom upp óeining innan stjórnar hestamannafélagsins Borgfirðings sem leiddi til þess að fráfarandi formaður félagsins sagði sig úr stjórn og í kjölfarið hafa varaformaður og fleiri stjórnarmenn gert slíkt hið sama. Tilkynnti fráfarandi formaður um úrsögn sína á FB síðu félagsins en færsla þar að lútandi hefur nú verið fjarlægð af síðunni.…Lesa meira

true

Fengu ísferð í Bauluna

Á föstudaginn var gleðidagur hjá börnunum á skólasvæði Varmalandsskóla, þegar Fríða í Baulunni bauð nemendum að koma við á heimleiðinni úr skóla og fá ís. Í fjöldamörg ár hefur það verið árviss viðburður í lok skólaársins í GBF á Varmalandi að stoppa á heimleiðinni í Baulunni og allir fá ís. Svo skemmtilega vildi til að…Lesa meira

true

Ferjuleiðir ehf. teknar við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs

Frá og með deginum í dag taka Ferjuleiðir formlega við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs af Sæferðum í Stykkishólmi. Fyrsta ferð Baldurs undir nýjum rekstraraðila verður farin kl. 11:00 á morgun, mánudaginn 2. júní. „Áhöfn skipsins er að mestu leyti sú sama og tryggir þannig samfellu í þeirri þjónustu sem farþegar Baldurs hafa notið um árabil. Ferjuleiðir…Lesa meira

true

Bræður heiðraðir á sjómannadaginn

Hefðbundin hátíðarhöld á Sjómannadaginn á Akranesi hófust í morgun klukkan 10 með minningarstund í kirkjugarðinum í Görðum. Klukkan 11 var messu í Akraneskirkju þar sem séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónaði. Við athöfnina voru tveir sjómenn sæmdir heiðursmerki sjómannadags; bræðurnir Eymar og Einar Vignir Einarssynir. Eftir athöfn var gengið á Akratorg þar sem Vilhjálmur Birgisson formaður…Lesa meira

true

Sumarið stillt á pásu í byrjun vikunnar – gul viðvörun!

Útlit er fyrir mjög svo kólnandi veður í byrjun vikunnar og hvassviðri – og hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir allt landið frá klukkan 9 árdegis á mánudaginn og út þriðjudag. Landsspáin er þannig: „Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið…Lesa meira

true

Tveir vegir lokaðir á Vesturlandi

Hvítárvallavegur er enn lokaður við Ferjukotssíkin þar sem brúna tók af í vatnavöxtum í febrúar. Ný brú er hins vegar að rísa, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og má búast við að umferð verði hleypt um hana á næstu vikum. Þá er vegfarendum bent á að Dritvíkurvegur á Snæfellsnesi (nr. 572) verður lokaður…Lesa meira