
Þannig lítur vindaspá Veðurstofunnar út á hádegi mánudaginn 2. júní.
Sumarið stillt á pásu í byrjun vikunnar – gul viðvörun!
Útlit er fyrir mjög svo kólnandi veður í byrjun vikunnar og hvassviðri - og hefur verið gefin út gul viðvörun fyrir allt landið frá klukkan 9 árdegis á mánudaginn og út þriðjudag. Landsspáin er þannig: „Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Einnig verður talsverð úrkoma norðaustan- og austantil, líklega snjókoma til fjalla sem valdið getur afmörkuðum samgöngutruflunum.“ Á miðvikudaginn gengur veður heldur niður niður en þá er spáð norðan 8-15 m/s og rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið.