Fréttir
F.v. Eymar Einarsson, Fríða Ben, Sigríður Ólafsdóttir og Einar Vignir Einarsson. Ljósm. ki

Bræður heiðraðir á sjómannadaginn

Hefðbundin hátíðarhöld á Sjómannadaginn á Akranesi hófust í morgun klukkan 10 með minningarstund í kirkjugarðinum í Görðum. Klukkan 11 var messu í Akraneskirkju þar sem séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónaði. Við athöfnina voru tveir sjómenn sæmdir heiðursmerki sjómannadags; bræðurnir Eymar og Einar Vignir Einarssynir. Eftir athöfn var gengið á Akratorg þar sem Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA lagði blómsveig til minningar um þá sem látið hafa lífið á sjó að minnismerkinu um sjómanninn.

Bræður heiðraðir á sjómannadaginn - Skessuhorn