
UMSB grípur inn í deilur í hestamannafélaginu
Nú í vor kom upp óeining innan stjórnar hestamannafélagsins Borgfirðings sem leiddi til þess að fráfarandi formaður félagsins sagði sig úr stjórn og í kjölfarið hafa varaformaður og fleiri stjórnarmenn gert slíkt hið sama. Tilkynnti fráfarandi formaður um úrsögn sína á FB síðu félagsins en færsla þar að lútandi hefur nú verið fjarlægð af síðunni. Bjarney L. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, hefur nú í ljósi stöðunnar boðað til félagsfundar í hmf. Borgfirðingi fimmtudaginn 5. júní kl. 21 þar sem kosning stjórnar er eina mál á dagskrá.