Fréttir

true

Ráðningarferli nýs skólastjóra ákveðið

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið ráðningarferli við val á nýjum skólastjóra Heiðarskóla. Sem kunnugt er sagði Sigríður Lára Guðmundsdóttir upp starfi skólastjóra á síðasta ári eftir áratuga starf við skólann og lætur hún af störfum í lok yfirstandandi skólaárs. Við ráðningarferlið mun sveitarfélagið njóta aðstoðar Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Að auki munu sveitarstjóri, deildarstjóri…Lesa meira

true

Bjóða út endurnýjun vatnsrennibrautar

Borgarbyggð hefur nú auglýst eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við sundlaugina í Borgarnesi. Verkið felur í sér rif á gömlu rennibrautinni, hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. „Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi sæti fyrir rennibrautir og…Lesa meira

true

Akraneskaupstaður selur Landsbankahúsið undir hótel- og veitingarekstur

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti í gær kauptilboð í Landsbankahúsið við Akratorg. Söluverð er 70 milljónir króna. Húsið er skráð 1454 fermetrar að flatarmáli og er fermetraverð í sölunni því rúmar 48 þúsund krónur. Brunabótamat hússins er 759,5 milljónir króna. Kaupandinn er Hraun fasteignafélag ehf. en aðstandendur þess félags hafa áður komið að endurbyggingu tveggja fyrrum Landsbankahúsa;…Lesa meira

true

Atvinnuleysi jókst í desember

Atvinnuleysi jókst á Vesturlandi í desember í 3,6% í stað 3,3% í nóvember. Atvinnuleyst var meira hjá konum á Vesturlandi en körlum eða 3,8 hjá konum á móti 3,55 hjá körlum. Á sama tíma jókst atvinnuleysi á landinu öllu úr 4,3% í 4,4%. Mun hærra atvinnuleysi er hjá fólki með erlent ríkisfang eða 10,2% á…Lesa meira

true

Stefna á Danska daga í ágúst

Danskir dagar verða næst haldnir í Stykkishólmi helgina 14.-16. ágúst. Þetta kemur fram á facebook síðu Danskra daga en þar er óskað eftir hressu fólki í undirbúningsnefnd fyrir hátíðina. Áhugasamir geta sent línu á danskirdagar@stykkisholmur.is eða sett sig í samband við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur, formann félags atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarhátíðin var síðast haldin í ágúst…Lesa meira

true

Grunnskólanemendur í Stykkishólmi styrktu Berserki

Í vefriti Sveitarfélagsins Stykkishólms, Helstu fréttum, er m.a. sagt frá því að nemendur á unglingastigi í Grunnskólanum í Stykkishólmi ráku smiðshöggið á skemmtilegt verkefni sitt skömmu fyrir jól. Verkefnið gekk út á að kynna sér hin ýmsu góðgerðarsamtök og störf þeirra. Nemendur kusu að lokum um hvaða samtök þau vildu styrkja og varð Björgunarsveitin Berserkir…Lesa meira

true

Herða á umferðareftirliti

Í liðinni viku voru 32 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Myndavélabifreið embættisins myndaði auk þess hraðakstur 170 ökumanna. Brotin voru mynduð á vegarköflum þar sem hámarkshraði er ýmist 20, 30, 50 eða 70 km/klst. Einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá urðu fimm umferðaróhöpp í umdæminu.…Lesa meira

true

Dósaþjófar létu greipar sópa

Þrisvar í liðinni viku var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt um þjófnað á dósum með skilagjaldi. Tvö tilvikanna voru á Akranesi og eitt í Borgarnesi. Í einu þeirra gerðist það svo að þegar lögreglu bar að garði voru viðkomandi þjófar enn á vettvangi og voru því gripnir glóðvolgir.Lesa meira

true

Kjör sveitarstjórnarfólk eru afar mismunandi

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Undirbúningur flokka og framboða er nú hafinn og sitjandi sveitarstjórnarfólk að velta því fyrir sér hvort það gefi kost á sér til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Þá herma heimildir að ný framboð gætu boðið fram í einhverjum sveitarfélaganna. Skessuhorn sendi í liðinni viku fyrirspurn til sveitarstjóra sjö stærstu sveitarfélaganna á…Lesa meira

true

Akademískt starfsfólk lýsir vantrausti á yfirstjórn Háskólans á Bifröst

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst hefur lýst yfir vantrausti á Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor háskólans og krefjast þess að stjórn skólans grípi inn í málið. Yfirlýsing þess efnis var samþykkt á fundi félagsins 14. janúar sl. með 16 atkvæðum gegn einu. Tilefni vantrausts er að í minnisblaði Guðrúnu Johnsen, deildarforseta viðskiptadeildar skólans, og…Lesa meira