Svipmynd frá aðalfundir SSV sem haldinn var í mars á síðasta ári. Ljósm. mm

Kjör sveitarstjórnarfólk eru afar mismunandi

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Undirbúningur flokka og framboða er nú hafinn og sitjandi sveitarstjórnarfólk að velta því fyrir sér hvort það gefi kost á sér til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Þá herma heimildir að ný framboð gætu boðið fram í einhverjum sveitarfélaganna. Skessuhorn sendi í liðinni viku fyrirspurn til sveitarstjóra sjö stærstu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Spurt var um launakjör kjörinna sveitarstjórnafulltrúa árið 2025. Þetta er ekki síst gert til að varpa ljósi á þær rauntekjur sem bíða þeirra sem sækjast eftir kjöri til trúnaðarstarfa og fá sæti í sveitar- eða bæjarstjórn. Óhætt er að segja að laun fyrir störf að sveitarstjórnarmálum hafi breyst talsvert á undanförnum árum og kjörtímabilum. En kjörin eru mismunandi, eins og eftirfarandi upplýsingar gefa til kynna. Í fyrirspurn Skessuhorns var annars vegar óskað eftir tölum fyrir launagreiðslur árið 2025 og hins vegar upplýsingar um heildargreiðslur til aðalfulltrúa í sveitarstjórn fyrir öll nefndar- og trúnaðarstörf.