Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor skólans á skrifstofu skólans við Borgartún í Reykjavík. Ljósm. mm

Akademískt starfsfólk lýsir vantrausti á yfirstjórn Háskólans á Bifröst

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst hefur lýst yfir vantrausti á Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor háskólans og krefjast þess að stjórn skólans grípi inn í málið. Yfirlýsing þess efnis var samþykkt á fundi félagsins 14. janúar sl. með 16 atkvæðum gegn einu. Tilefni vantrausts er að í minnisblaði Guðrúnu Johnsen, deildarforseta viðskiptadeildar skólans, og Kasper Simo Kristensen rannsóknarstjóra háskólans, til rektors var lagt mat á framlag starfsmanna og tekið fram að viðkomandi hafi notað gervigreindarforritið Claude til aðstoðar. Félag akademískra starfsmanna við Háskólann í Bifröst gerir athugasemdir við vinnubrögð rektors, deildarforseta viðskiptadeildar og rannsóknarstjóra skólans. Það var Morgunblaðið sem fyrst vakti máls á málinu. Rektor tjáir sig ekki um málið við fréttamenn RUV, Morgunblaðsins og Vísis sem allir hafa fjallað um málið. Í samtali við fréttastofu RUV segist hún ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna og vildi heldur ekki tjá sig um vantraustsyfirlýsinguna.