Svipmynd frá afhendingu gjafarinnar. Ljósm. Sveitarfélagið Stykkishólmur

Grunnskólanemendur í Stykkishólmi styrktu Berserki

Í vefriti Sveitarfélagsins Stykkishólms, Helstu fréttum, er m.a. sagt frá því að nemendur á unglingastigi í Grunnskólanum í Stykkishólmi ráku smiðshöggið á skemmtilegt verkefni sitt skömmu fyrir jól. Verkefnið gekk út á að kynna sér hin ýmsu góðgerðarsamtök og störf þeirra. Nemendur kusu að lokum um hvaða samtök þau vildu styrkja og varð Björgunarsveitin Berserkir fyrir valinu.