
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tilnefnt Pál Guðmundsson á Húsafelli til heiðurslauna listamanna. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til heiðurlaunanna. Páll fæddist árið 1959 á Húsafelli. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981 og nam höggmyndalist við Listaháskólann í Köln 1985-1986. Í tilnefningu ráðsins kemur fram að Páll hafi alist…Lesa meira








