Fréttir

true

Fordæmalítil staða erkifjendanna í efstu deild

Þegar leiknar hafa verið 16 umferðir í Bestu-deild karla í knattspyrnu er komin upp nánast fordæmalaus staða í deildinni. Ekki á toppi deildarinnar heldur á botninum. Í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar situr nú lið KR með 17 stig og á botninum í tólfta sæti  er lið ÍA með 15 stig. Þessir erkifjendur sem…Lesa meira

true

Viðgerð stendur yfir á Norðtungukirkju

Þessa dagana og vikurnar standa yfir talsverðar viðgerðir og viðhaldsframkvæmdir á Norðtungukirkju í Borgarfirði.  Að sögn Georgs Magnússonar í Norðtungu er nú verið að skipta út bárujárnsklæðningu á annarri hlið kirkjunnar og turni hennar auk þess sem skipt verður um glugga í turni. Það er Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmiður á Hvanneyri sem hefur veg og…Lesa meira

true

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar segir mikilvæga uppbyggingu í uppnámi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skorar á íslensk stjórnvöld að afstýra hugmyndum ESB um verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur. Nái áformin fram að ganga muni þau setja í uppnám alla þá mikilvægu uppbyggingu sem unnið hefur verið að í langan tíma á Grundartanga. Orðrétt segir í yfirlýsingu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar: „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra…Lesa meira

true

Óvissa hjá Elkem hefur áhrif á undirbúning landeldis á Grundartanga

Forsvarsmaður Aurora fiskeldis segir pólitíska óvissu helsta áhættuþátt í uppbyggingu atvinnulífs eins og uppbyggingu landeldis á Grundartanga. Þrátt fyrir jákvæðari pólitíska vinda undanfarið muni óvissa nú um nýtingu glatvarma Elkem hafa neikvæð áhrif á undirbúninginn. Undanfarin misseri hefur Aurora fiskeldi ehf. undirbúið uppsetningu landeldisstöðvar á Grundartanga þar sem markmiðið er að framleiða um 28.000 tonn…Lesa meira

true

Strandveiðisjómenn á Akranesi gerðu upp vertíð ársins

Strandveiðisjómenn á Akranesi komu saman síðdegis á föstudaginn að forgöngu Ómars Matthíassonar fiskmarkaðsstjóra og gerðu upp nýliðna vertíð sem eins og kunnugt er varð styttri en loforð höfðu verið gefin fyrir. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns á dögunum varð mikil aukning í lönduðum strandveiðiafla á Akranesi á nýliðinni vertíð. Alls lönduðu 45 bátar…Lesa meira

true

Fordæmalaust áfall fyrir Akranes

Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að verndartollar á kísiljárn og mögulegir tollar á álframleiðslu yrði fordæmalaust áfall fyrir atvinnulífið á Akranesi. Krefst bæjarráðið þess að ríkisstjórn Íslands geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Bæjarráðið óskar þegar í stað eftir…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart í kvöld og á morgun

Íbúar á Vesturlandi hafa undanfarna daga að mestu verið lausir við gasmengun frá eldgosinu á Reykjanesi. Í dag, mánudag, er spáð suðaustan 8-13 með rigningu, sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart á utanverðu Snæfellsnesi. Í kvöld snýst til suðvestlægari vinda og gæti því gasmengunar orðið vart víða við Faxaflóann og…Lesa meira

true

Góðir sigrar Vesturlandsliðanna í annarri deild

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári unnu bæði leiki sína í annarri deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjálfsmörk andstæðinganna komu við sögu í báðum leikjunum. Leikmenn Kára héldu á Seltjarnarnes þar sem þeir mættu liði Gróttu á Vivaldivellinum á föstudagskvöld.  Það blés ekki byrlega fyrir Káramönnum í fyrsta hluta leiksins því Andri Freyr Jónasson skoraði…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Sturlu og félögum í U18 landsliðinu

Sturla Böðvarsson úr Snæfelli og félagar hans í U18 landsliðinu í körfu hófu keppni á  Evrópumótinu í Petesti í Rúmeníu um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu var gegn Bosníu á laugardaginn sem lauk með sigri Bosníu sem skoraði 82 stig gegn 72 stigum Íslands. Sturla átti góðan leik og skoraði tíu af stigum…Lesa meira

true

Einar Margeir hóf keppni í Singapore

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi ÍA hóf keppni á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Singapore aðfararnótt sunnudagsins. Einar Margeir stakk sér til sunds í undanrásum í 100m bringusundi og lauk sundinu á tímanum 1:01,64. Hans besta í greininni er 1:01,23. Hann endaði í 37.sæti af 74 keppendum. Í öllum greinum mótsins komast sundmenn með…Lesa meira