
Norðtungukirkja í Borgarfirði. Ljósm. gm
Viðgerð stendur yfir á Norðtungukirkju
Þessa dagana og vikurnar standa yfir talsverðar viðgerðir og viðhaldsframkvæmdir á Norðtungukirkju í Borgarfirði. Að sögn Georgs Magnússonar í Norðtungu er nú verið að skipta út bárujárnsklæðningu á annarri hlið kirkjunnar og turni hennar auk þess sem skipt verður um glugga í turni. Það er Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmiður á Hvanneyri sem hefur veg og vanda af framkvæmdunum ásamt vaskri sveit aðstoðarmanna. Reiknað er með að kostnaður við verkið verði tvær milljónir króna.