
Lögreglan á Vesturlandi fór í eftirlitsferð ásamt embættisfólki frá Skattinum og Vinnueftirlitinu í vikunni sem leið. Farið var í eftirlit með ferðaþjónustufyrirtækjum, gististöðum og veitingastöðum í umdæminu. Þar var hlutverk lögreglu að fylgjast með leyfismálum og dvalar- og atvinnuleyfum erlendra starfsmanna. Þetta var í þriðja skiptið á þessu ári sem embættið fer í slíkt eftirlit…Lesa meira








