Fréttir

true

Búið að innrita alla nýnema úr stærsta árgangi sögunnar

„Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið,“ segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. „Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. 5.131 nýnemar sóttu um innritun í framhaldsskóla í ár, eða 554 fleiri en í fyrra.“ Nemendur þurftu að…Lesa meira

true

Káramenn kjöldregnir en Víkingur náði jafntefli

Lið Gróttu sótti Víking í Ólafsvík heim á laugardaginn í leik í 2. deild karla í knattspyrnu. Grótta náði forystu á 21. mínútu með marki Valdimars Daða Sævarssonar. Forysta Gróttu jókst á 50. mínútu þegar Björgvin Brimi Andrésson bætti öðru marki liðsins við. Luis Alberto Ocerin og Kwame Quee náðu að tryggja Víkingi eitt stig…Lesa meira

true

Gamli skíðaskálinn tekinn af stalli sínum

Það hefur verið mikið um að vera á Skíðasvæði Snæfellsness undanfarna daga. Í gær var gamli skíðaskálinn fjarlægður til að gera pláss fyrir nýjan. Vel gekk að hífa skálann upp á vörubíl þar sem hann var svo fluttur á geymslusvæði Grundarfjarðarbæjar. Það kemur svo í ljós með tíð og tíma hvað verður um hann en…Lesa meira

true

Lárus Orri snýr aftur og tekur við liði ÍA

Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Bestu-deildarliðs ÍA og tekur við keflinu í dag af Jóni Þór Haukssyni sem tók pokann sinn eftir dapurt gengi liðsins það sem af er Íslandsmótinu. Lárus Orra þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hann ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA allt þar til…Lesa meira

true

Fyrsti laxinn úr Haukadalsá

Haukadalsá í Dölum var opnuð á föstudaginn. Kjartan Smári fékk þessa fallegu 78 cm hrygnu í Bjarnarlögn strax fyrsta morguninn. Þrír laxar voru komnir á land skömmu síðar. Lax hafði fyrir þó nokkru sést í ánni og verður spennandi að vita framhaldið, en opnunin lofar góðu.Lesa meira

true

Laxveiðar ríflega helmingur tekna af landbúnaði í Borgarfirði

Litið við á opnun nýrrar sýningar – Sögu laxveiða í Borgarfirði Það var fullt úr út dyrum við opnunarhátíð sýningarinnar Saga laxveiða í Borgarfirði í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri síðastliðinn föstudag. Segja má að þessi sýning byggi að hluta á grunni Veiðisafnsins sem Þorkell Fjeldsted heitinn og fólkið hans kom á fót í Ferjukoti fyrir…Lesa meira

true

Undirbúningur Hinseginhátíðar og Brákarhátíðar í fullum gangi

Á síðasta ári var Hinseginhátíð Vesturlands og hinni rótgrónu Brákarhátíð í Borgarnesi slegið saman um sömu helgina og úr varð mikil gleðihátíð. Svo vel tókst til að sama fyrirkomulag verður upp á teningnum í ár. Hátíðin verður í ár haldin í Borgarnesi dagana 27.-29. júní. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, ein af þeim sem dregur undirbúningsvagninn, segir…Lesa meira

true

Forsetahjónin unnu hug og hjörtu keppenda Norðurálsmótsins

Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Norðurálsmótið í knattspyrnu í morgun eftir skrúðgöngu sem hún leiddi ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra. Mikið fjölmenni keppenda, aðstandenda þeirra og annarra gesta var viðstatt setningarathöfnina þar sem meðal annars listamaðurinn Ágúst frumflutti nýtt lag mótsins.    Í setningarávarpi sínu ræddi Halla Tómasdóttir um gildi kærleikans í samskiptum fólks, heilbrigðs lífernis…Lesa meira

true

Keppni fór vel af stað á Norðurálsmótinu

Strax að lokinni setningarathöfn Norðurálsmótsins hófst keppni og stendur hún til 17:30 í dag. Veðrið hefur leikið við keppendur og gesti á Akranesi sem gerir auðvitað upplifun ungra keppenda ennþá betri en ella. Spennan og eftirvæntingin leyndi sér ekki í andlitum allra þeirra keppenda sem voru á setningarathöfninni að ekki sé talað um þá er…Lesa meira

true

Skallastrákar í æfingabúðum í Króatíu

Þó sumarfrí standi yfir í svokölluðum  innanhússíþróttum sitja ekki auðum höndum þeir íþróttamenn sem skara vilja fram úr. Það á við um hóp unga körfuboltadrengja úr Skallagrími í Borgarnesi. Þeir héldu á dögunum til eyjunnar Rab í Króatíu þar sem þeir dvöldu ásamt átta foreldrum í eina viku. Sóttu þeir fjölmennar búðir Dino Basketball camp…Lesa meira