Fréttir
Frá gleðigöngu í Borgarnesi. Ljósm. úr safni

Undirbúningur Hinseginhátíðar og Brákarhátíðar í fullum gangi

Á síðasta ári var Hinseginhátíð Vesturlands og hinni rótgrónu Brákarhátíð í Borgarnesi slegið saman um sömu helgina og úr varð mikil gleðihátíð. Svo vel tókst til að sama fyrirkomulag verður upp á teningnum í ár. Hátíðin verður í ár haldin í Borgarnesi dagana 27.-29. júní.