Fréttir

true

Orkuveitan ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun

Orkuveita Reykjavíkur er ekki með greiðslufallstryggingu líkt og Landsvirkjun er bætir fjártjón þegar greiðslufall verður hjá viðskiptavinum. Í frétt Skessuhorns í gær kom fram að Norðurál á Grundartanga hefði tilkynnt Landsvirkjun líkt og Orkuveitu Reykjavíkur að greiðslufall yrði vegna þeirrar orku sem fyrirtækið getur ekki nýtt næstu mánuði vegna bilunar í rafbúnaði. Ljóst er að…Lesa meira

true

Hluti golfvallar endurbyggður á nýjum stað

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur fyrir sitt leiti samþykkt framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar og breytinga á golfvellinum Hamri við Borgarnes. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir sem kæmu í stað þeirra sem eru innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar, en þjóðvegur 1 liggur sem kunnugt er samhliða hluta golfvallarins. Mögulega þurfa þær brautir næst veginum að víkja í tímans rás þegar…Lesa meira

true

Steypuvinna hafin á Fólóreitnum

Í morgun hófst steypuvinna á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns mun þar rísa hús með íbúðum á efri hæðum auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð og bílakjallara. Undanfarnar vikur hefur vinna við grunn byggingarinnar staðið yfir en sú vinna hefur verið talsvert flókin vegna tilfærslu fjölda lagna…Lesa meira

true

Stórt tap Snæfellinga gegn Aþenu

Lið Snæfells í 1.deild kvenna í körfuknattleik hélt til höfuðborgarinnar í gærkvöldi þar sem það mætti liði Aþenu í Unbroken höllinni. Um leikinn verða vart önnur betri orð notuð en að þar hafi lið Snæfells mætt ofjörlum sínum. Liðið sá aldrei til sólar í leiknum. Strax í upphafi voru yfirburðir liðs Aþenu slíkir að einungis…Lesa meira

true

Vegagerðin segir 46% vega í slæmu eða mjög slæmu ástandi

Vegagerðin hefur birt lista yfir þau viðhaldsverkefni sem unnið var að eftir að Alþingi samþykkti í sumar að veita þremur milljörðum króna á fjáraukalögum til bráðaaðgerða vegna slæms ástands á þjóðvegum landsins. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að miklar vetrarblæðingar, sér í lagi á Vestursvæði, hafi valdið því að setja hafi þurft nokkra vegi á hættustig,…Lesa meira

true

Flughálka á vegum og í þéttbýli

Nú er flughálk víða um land, bæði innan þéttbýlis en á vegum eru aðstæður einungis fyrir bíla á góðum vetrardekkjum. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. Þá segir á umferdin.is að flughált er mjög víða, helst í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, og rétt að vara fólk við því…Lesa meira

true

Hafró við laxaseiðasöfnun

Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxaseiðum hafa verið í gangi síðustu daga og vikur á vegum Hafrannsóknastofnunar. Um er að ræða söfnun eins árs seiða til að skoða mögulega erfðablöndun í kjölfar stroks í Kvígindisdal í Patreksfirði 2023 og til að skoða hlutfall mögulegra arfblendinga á milli villtra laxa og eldislaxa. Þetta kemur fram í frétt…Lesa meira

true

Lokakveðja frá Lionsklúbbnum Öglu

Við Lionskonur ákváðum í vor að hætta störfum og leggja klúbbinn okkar niður. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, eftir að hafa starfað saman í samfleytt 37 ár. En í breyttu samfélagi, þar sem áhugi á félagsstarfi fer minnkandi, var orðið erfitt að yngja okkur upp. Við Öglukonur vorum frábær klúbbur sem samanstóð af dugmiklum, hugmyndaríkum…Lesa meira

true

Jákvæð rekstrarafkoma Stykkishólms

Fjárhagsáætlun A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 123 milljónir króna sem eru rúmlega 4,6% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 30. október. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði rúmar 2.643 milljónir króna. Þar af vega þyngst útsvar…Lesa meira