Fréttir
Hálka. Ljósm. Vikublaðið

Flughálka á vegum og í þéttbýli

Nú er flughálk víða um land, bæði innan þéttbýlis en á vegum eru aðstæður einungis fyrir bíla á góðum vetrardekkjum. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. Þá segir á umferdin.is að flughált er mjög víða, helst í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, og rétt að vara fólk við því að vera á ferð nema á góðum vetrardekkjum og aka mjög varlega. Hálka eða snjóþekja er á öðrum leiðum.

Vegurinn um Borgarfjarðarbraut er nú lokaður rétt norðan við gatnamótin að Hvanneyri vegna umferðaróhapps.