Fréttir
Hressar Öglukonur að færa Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, og HVE góðar gjafir. Myndin var tekin í mars 2023. Ljósm. mm

Lokakveðja frá Lionsklúbbnum Öglu

Við Lionskonur ákváðum í vor að hætta störfum og leggja klúbbinn okkar niður. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, eftir að hafa starfað saman í samfleytt 37 ár. En í breyttu samfélagi, þar sem áhugi á félagsstarfi fer minnkandi, var orðið erfitt að yngja okkur upp.